Fundur um flugmál á Hótel Héraði í hádeginu

Samband sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrú standa fyrir fundi í dag, föstudaginn 7. febrúar, klukkan 12.00 á Hótel Héraði. Þar verður rætt um innanlandsflug og verðlagningu flugfargjalda. Gestur á fundinum verður Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.

Markmið fundarins er að vekja athygli á þessu stóra hagsmunamáli Austurlands í samgöngu- og samfélagslegu tilliti. Árni fer yfir samsetningu flugfargjalda, tíðni fluga og aðra þá þjónustu sem Flugfélag Íslands býður íbúum, fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi.

Þá verða stuttar framsögur frá fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og íbúa.

Á fundinum verða skoðaðar leiðir til úrlausna og viðbragða en gert er ráð fyrir að eftir framsöguerindi verði fyrirspurnir og umræður.

Árni fjallaði um innanlandsflug í Morgunglugganum á Rás 1 í morgun sem hlusta má á hér. Viðtalið hefst á 14:46.