- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í dag, miðvikudaginn 9. september, kl. 12 13 verður haldinn súpufundur um ferðamál og ferðaþjónustu, á vegum atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs, á Hótel Héraði. Fluttar verða þrjár stuttar framsögur en síðan er gert ráð fyrir umræðum. Dagskráin er að öðru leyti þessi:
Hannibal Guðmundsson, Ferðaskrifstofa Austurlands
Ásta Þorleifsdóttir, Markaðsstofu Austurlands
Sigurbjörg Inga Flosadóttir, Eyvindará 2
Umræður fundarmanna
Á fundinum verða meðal annars þessar spurningar ræddar: Hvernig var sumarið og hvernig er staðan í dag ? Hvernig lengjum við ferðamannavertíðina ? Vantar hér afþreyingu fyrir ferðamenn ? Hvaða og hvernig ? Samstarf ferðaþjónustuaðila á Héraði og víðar ? Viðburðarferðamennska ?
Hægt er að kaupa súpu og kaffi á fundinum og kostar það kr. 1.000, og fer greiðsla fram við innganginn á fundinn.