Fundur um félagsheimili á Arnhólsstöðum

Haldinn verður almennur fundur á Arnhólsstöðum fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.00 um  endurskoðun á framtíðarskipulagi reksturs félagsheimila á Fljótsdalshéraði. Á þessum fundi verður fjallað um félagsheimilið á Arnhólsstöðum og leitað eftir hugmyndum um starfsemi í húsinu og fyrirkomulag á rekstri þess rætt.

Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, frá 20.6. 2012, er gengið út frá því að félagsheimilið nýtist áfram íbúum svæðisins en að það standi undir einum eða fleiri af eftirtöldum þáttum til frambúðar: a) geti nýst til félagslegra viðburða svo sem hefð er fyrir b) að í húsinu verði lifandi starfsemi sem flesta daga á ári og c) að í kringum húsin geti skapast atvinnutækifæri sem nýtist nærsvæðinu.


Í kjölfar fundarins skipar bæjarráð þriggja manna hóp til að skoða þær hugmyndir sem fram koma. Hugmyndir verða skoðaðar í eftirfarandi forgangsröð:
a) Hugmyndir sem ganga út á sölu eða framleigu til félagasamtaka á svæðinu í tengslum við einstaka verkefni með eða án þátttöku sveitarfélagsins.
b) Auglýst verði eftir áhugasömum kaupendum sem hafi hugmyndir um starfsemi í viðkomandi húsi í samræmi við uppgefin markmið sveitarfélagsins um rekstur þeirra til framtíðar. Komi fram áhugaverðar og raunhæfar hugmyndir verði unnið áfram með viðkomandi og samið um verð í samræmi við mat.
c) Auglýst verði eftir áhugasömum leigjendum að viðkomandi húsi. Komi fram áhugaverðar og raunhæfar hugmyndir verði unnið áfram með viðkomandi og samið um verð í samræmi við mat.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs