- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarráðs 7. júlí sl. samþykkti ráðið að fundir þess á kjörtímabilinu verði að jafnaði á mánudögum kl. 09:00. Þetta er breyting frá því sem áður var, en þá fundaði bæjarráðið á miðvikudögum kl. 16:00, annan og fjórða miðvikudag hvers mánaðar. Fundarboð vegna bæjarráðsfunda skal senda út um hádegi á fimmtudögum.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fella niður fundi sína mánudagana 21. júlí, 28. júlí og 4. ágúst nk. vegna sumarlokunar skrifstofu Fljótsdalshéraðs, annars vegar, og frídags verslunarmanna, hins vegar.