Í hádeginu fimmtudaginn 15. apríl, verður haldinn fundur á Hótel Héraði á vegum atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs um kosti og galla Evrópusambandsins og þátttöku Íslands í því. Framsögumenn hafa nýlega verið í kynnisferð hjá ESB og munu miðla af þekkingu sinni á fundinum. Meðal annars verður reynt að svara spurningunni hvaða áhrif hefur innganga Íslands á sveitarstjórnarmál og landbúnaðarmál. Fundurinn hefst kl. 12.00 og stendur til kl. 13.30.
Framsögumenn verða þeir Helgi H. Hauksson, formaður Félags ungra bænda og Guðmundur Ólafsson, formaður atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs.
Hægt verður að kaupa súpu meðan á fundi stendur.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.