Fullveldisfögnuður á Austurlandi – hátíðardagskrá í ME

Eitt af veggspjöldunum – ég árið 1918 / ég árið 2018
Eitt af veggspjöldunum – ég árið 1918 / ég árið 2018

Þess hefur víða og með margvíslegum hætti verið minnst á þessu ári að 100 ár eru liðin síðan Ísland varð fullvalda ríki. Hátíðardagskrá verkefnisins „Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?“ verður í Menntaskólanum á Egilsstöðum laugardaginn 1. desember frá  klukkan 13 til 15.

Dagskrá:

 • Kór – Kammerkór Egilsstaðakirkju/Héraðsdætur
 • Setning - Signý Ormarsdóttir
 • Tónlistaratriði – Soffía Mjöll Thamdrup og Karen Ósk Björnsdóttir
 • Um fullveldishugtakið – Jónas Reynir Gunnarsson
 • Kór – Kammerkór Egilsstaðakirkju
 • Upplestur – Ása Þorsteinsdóttir
 • Tónlistaratriði – Hljómsveitin Dúkkulísurnar

MENNTASKÓLINN Í FULLVELDISGÍR
Hátíðarsalur:

 • Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi?“ Sýningar frá söfnum í fjórðungnum
 • Kaffiveitingar – kleinu- og pönnukökubakstur

Kennsluhús ME:

 • Græn sýning umhverfisnefndar - stofur 24 og 25
 • Brauðmót - Steinrún Ótta Stefánsdóttir og Lára Vilbergsdóttir - anddyri
 • Meistaraverkefni í sjálfbærri þróun til sýnis – anddyri
 • Listasmiðja listanemenda – Heimsmarkmarkmið - teiknimyndasmiðja – niðri
 • Græn jól og föndur – uppi
 • Grímur framtíðarsýn – sýning grunnskólanema af Héraði – niðri
 • Veggspjöld frá nemendum - stofa 28
 • Veggspjöld – ég árið 1918 / ég árið 2018 – stofa 29

„Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?“ er samstarfsverkefni átta austfirskra mennta-, menningar- og rannsóknastofnana sem hafa tekið höndum saman til að skoða á nýstárlegan hátt austfirskt fullveldi, sjálfbærni og tengslin þar á milli.

Nánari upplýsingar um verkefnið á https://www.facebook.com/events/2706979772649349/ og www.austfirsktfullveldi.is