Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 5. september að senda fulltrúa á fyrirtækjastefnumótið Faroexpo og menningarviku sem haldin verður seinni partinn í október í Runavík í Færeyjum, en Runavík og Fljótsdalshérað hafa sem kunnugt er með sér vinabæjasamstarf samkvæmt ákveðnum sáttmála þar um. Jafnframt hvatti bæjarstjórn fyrirtæki á Fljótsdalshéraði til að kynna sér þennan viðburð með hugsanlega þátttöku í huga.
Þrír fulltrúar frá Runavík heimsóttu Fljótsdalshérað á Ormsteitinu og skoðuðu atvinnusýninguna sem fram fór í Egilsstaðaskóla í ágúst og fluttu þar m.a. erindi. Einnig héldu þeir kynningarfund með fulltrúum atvinnulífsins á Héraði, bæjarfulltrúum og starfsmönnum, þar sem þeir kynntu Faroexpo http://faroexpo.fo/ og hvöttu fyrirtækin til þátttöku. Fundurinn var þokkalega sóttur og kom fram áhugi heimamanna fyrir fyrirtækjastefnumótinu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.