Mikilvægt er fyrir fulltrúa í fræðslunefnd að koma í þær stofnanir sem eru starfræktar á fræðslusviði og fá þannig tækifæri til að kynnast starfseminni á hverjum stað fyrir sig. Síðastliðinn mánudag fóru nefndarmenn í heimsókn í skóla og félagsmiðstöð á Egilsstöðum og framundan er að heimsækja aðrar stofnanir á næstu vikum.
Í heimsókninni á mánudaginn var komið við í Egilsstaðaskóla, Tónlistarskólanum á Egilsstöðum, Skólamötuneytinu, félagsmiðstöðinni Nýung og báðum starfsstöðvum leikskólans Tjarnarskógar. Alls staðar var vel tekið á móti nefndarmönnum sem fengu tækifæri til að fylgjast með nemendum í starfi í skólunum og fjörmiklu félagsstarfi í Nýung.
Á myndinni er nemandi í Egilsstaðaskóla að segja formanni fræðslunefndar frá verkefni um jörðina sem nemendur voru að vinna.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.