Friðlýst svæði tákn eða tækifæri

Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnd sveitarfélaga verður haldin á Hótel Héraði fimmtudaginn 8. maí. Yfirskrift fundarins er  „Friðlýst svæði tákn eða tækifæri“. Dagskrá fundarins er fjölbreytt en fundinn setur Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar.

Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs mun svo flytja ávarp/erindi. Þess má geta að fundargestir munu í lok fundar og fara skoðunarferð til Eymunds Magnússonar bónda á Vallanesi á Völlum. Þar munu fundargestir kynna sér lífræna ræktun garðávaxta og grænmetis.
 

DAGSKRÁ
8.30 – 10.00 Fyrsti hluti
08.30 – 08.40 Fundur settur. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.
08.40 – 09.00 Forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs – Soffía Lárusdóttir.
09.00 – 09.30 Umhverfisráðuneytið – Sigurður Þráinsson. Friðlýst svæði, tilgangur og markmið.
09.30 – 10.00 Umhverfisstofnun – Hjalti J. Guðmundsson. Friðlýst svæði; ástand, umsjón og horfur.
10.00 – 10.30 Kaffihlé
10.30 – 12.00 Annar hluti
10.30 – 11.00 Vatnajökulsþjóðgarður – Anna Kristín Ólafsdóttir, Áherslur og tækifæri.
11.00 – 11.30 Snæfellsnesþjóðgarður – Guðrún Bergmann. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökul–best geymda leyndarmálið. Tækifæri til frekari þjónustu og atvinnusköpunar.
11.30 – 12.00 Náttúrustofur – Þorsteinn Sæmundsson. Kynning á hlutverki náttúrustofa og tengsl við friðlýst svæði.
12.00 – 13.00 Matur (ekki innifalinn í ráðstefnugjaldi)
13.00 – 15.00 Þriðji hluti
13.00 – 13.30 Einkunnir – Björg Gunnarsdóttir, umhverfis- og kynningarfulltrúi í Borgarbyggð. Þýðing fólkvangs fyrir sveitarfélag.
13.30 – 14.00 Vatnajökulsþjóðgarður – Sigþrúður Stella, þjóðgarðsvörður. Starfsemi þjóðgarða.
14.00 – 14.30 Hornstrandir – Gunnar Páll Eydal, Teiknistofan Eik. Skipulag friðlands, framtíðarhorfur svæðis.
14.30 – 15.00 Reykjanesfólkvangur – Ásta Þorleifsdóttir. Reykjanesfólkvangur: Falinn fjársjóður.
15.00 – 18.30 Fjórði hluti
15.30 – 18.30 Skoðunarferð í Vallanes á Norður-Völlum, þar sem m.a. fer fram lífræn ræktun garðávaxta og grænmetis. Einnig verður farið trjásafnið í Hallormsstaðaskógi.
19.30 - Fordrykkur og kvöldverður í Gistihúsinu Egilsstöðum.