Vakin er athygli á samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands er varða greiðsluþátttöku SÍ í tannlæknaþjónustu fyrir börn. Frá 1. september 2013 eiga öll 3 ára og 12-17 ára börn rétt á ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir utan 2500 kr. árlegt komugjald. Samningurinn verður innleiddur í áföngum og mun ná til allra barna yngri en 18 ára árið 2018.
Sérstök athygli er vakin á því að börn sem falla ekki undir aldursmörk samningsins, eru í bráðavanda og búa við erfiðar félagslegar aðstæður geta engu að síður sótt um fulla greiðsluþátttöku. Til að þessi börn öðlist greiðsluþátttöku þarf tilvísun að berast tannlækni frá heilsugæslu, barnavernd eða félagsþjónustu.
Nauðsynlegt er að barnið sé skráð hjá heimilistannlækni sem er með samning við SÍ um barnatannlækningar.
Tannlæknar á Austurlandi með slíkan samning eru eftirfarandi:
Berg Valdimar Sigurjónsson, Egilsstöðum
Edda Hrönn Sveinsdóttir, Egilsstöðum
Helgi Sigurðsson, Egilsstöðum
Jón Hafliði Sigurjónsson, Reyðarfirði
Guðni Óskarsson, Eskifirði
Pálmi Þór Stefánsson, Neskaupstað
Nánari upplýsingar um þjónustuna má fá á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands http://www.sjukra.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.