Í gær opnaði Orkusalan fyrir rafhleðlu á Egilsstöðum. Rafhleðslan, sem er ætluð til hleðslu á rafmagnsfarartækjum, er sú fyrsta sinnar tegundar á landsbyggðinni. Rafmagnið úr þessari hleðslu, verður í boði Orkusölunnar og því geta eigendur rafmagnsfarartækja fengið fría hleðslu á þau.
Orkusalan og Fljótsdalshérað eru í samvinnu varðandi þetta verkefni, en í lok ágúst stóð
sveitarfélagið ásamt Landflutningum-Samskipum og Perlukafaranum ehf. fyrir kynningu á
rafmagni í samgöngum. Þar gafst fólki tækifæri á að reynsluaka rafmagnsbíl og -reiðhjóli og
kynna sér kosti þeirra. Allt er þetta liður í því að vekja fólk til vitundar um umhverfisvernd
en ekki síður liður í því að taka þátt í og styðja við áframhaldandi þróun og rannsóknir á
nýjum, ódýrari og umhverfisvænni orkugjafa í samgöngum.
Uppsetning rafmagnshleðslu er skref í því aað flýta fyrir og stuðla að því að íbúar skipti yfir í
rafdrifið farartæki. Margir íbúar sveitarf.lagsins eru áhugasamir og er það í athugun hjá
Fljótsdalshéraði hvort fjárfest verði í rafmagnsdrifnu farartæki.
Magn.s Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar afhenti Gísla Bjarnasyni
rafmagnsvespueiganda fyrsta lykilinn að rafhleðslunni en Orkusalan stefnir á að koma upp
fleiri rafhleðslum á landsbyggðinni.