Fréttabréf Tónlistarskólans komið út.

Út er komið fréttabréf Tónlistarskólans á Egilsstöðum.

Í því er sagt stuttlega frá viðburðarríku starfi skólans á vorönn. Kennsluáætlun er kynnt og sagt frá því að næsta haust hefjist kennsla þann 31. ágúst. Starfsfólk skólans er kynnt og sagt frá breytingum á kennaraliðinu. Fréttabréfið má lesa hér.

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá tvo nemendur skólans Bríeti Finnsdóttur og Sigurlaugu Björnsdóttur á tónleikum í Egilsstaðakirkju ásamt kennurnum Charles Ross og Suncana Slamnig.