Fréttablaðið setur upp blaðakassa á Egilsstöðum

Starfsmenn Pósthússins, sem sér um dreifingu Fréttablaðsins vinna nú að því hörðum höndum að hengja upp blaðakassa Fréttablaðsins við flestar götur á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Uppsetning kassana er liður í því að þjónusta lesendur Fréttablaðsins en betur og færa blaðið nær lesendum sínum. Hingað til hefur einungis verið hægt að nálgast Fréttablaðið í sjoppum, bensínstöðvum og matvöruverslunum. Eftir að kassarnir eru komnir upp verður Fréttablaðinu dreift í þá og geta lesendur sótt blaðið í kassana. Kassarnir eru gegnsæir þannig að auðvelt er að sjá hvenær nýtt Fréttablað er komið í kassann.

Þetta fyrirkomulag hefur verið í fleiri þéttbýliskjörnum, þar má nefna þéttbýliskjarna á Reykjanesi, og hefur það gefist vel að sögn starfsmanna Pósthússins.