Framtíðarfundur um vegaHúsið

Í kvöld, 14. nóvember kl. 21.00, verður haldinn hugstormunarfundur um framtíð vegaHússins, í Sláturhúsinu. Sigmar Vilhjálmsson mun stýra umræðum þar sem áhersla er lögð á framtíðarsýn ungs fólks gagnvart þessu menningarhúsi unga fólksins.

Gert er ráð fyrir að vegaHúsið taki til starfa í nýju húsnæði um áramótin.  Ungt fólk er hvatt til að mæta á fundinn.