Framkvæmdir við Egilsstaðaskóla standa nú yfir af fullum krafti. Á dögunum var lokið við að reisa 1. hæð raungreinadeildar, og lokið var við að grafa og fleyga fyrir kjallara skólans.Böðvar Bjarnason verkefnisstjóri hjá Malarvinnslunni segir að framkvæmdir gangi samkvæmt áætlun. “Við lukum við 1. hæð raungreinadeildar nákvæmlega eftir áætlun. Það gengur allt samkvæmt áætlun.” segir Böðvar. Ráðgert er að bygging kjallara skólans hefjist í framhaldinu. Skólinn er byggður úr steyptum einingum frá Malarvinnslunni.