Í sumar eru ýmsar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á Hallormsstað. Á vormánuðum var gert átak í að lagfæra sundlaugina og koma henni í lag, þannig að unnt væri að kenna nemendum Hallormsstaðaskóla sund.
Gistiheimilið Grái hundurinn hefur síðan tekið rekstur hennar að sér í sumar.
Verið er að mála Hallormsstaðaskóla að utan og mikil stakkaskipti að verða á útliti þessa fallega húss. Málararnir vekja einnig mikla eftirvæntingu hjá leikskólabörnunum, en leikskólinn á Hallormsstað er nú í fyrsta skipti starfræktur yfir sumarmánuðina.
Verið er að að undirbúa malbikun á götunum Réttarkambi og Fjósakambi og eru verktakar mættir á staðinn með tækin. Á stærstum hluta Fjósakambs er gömul klæðning, en Réttarkambur var lagður sumarið 2004. Við þá götu standa þrjú hús og eru íbúar orðnir langeygir eftir varanlegu slitlagi á götuna. Sama má segja um íbúana í innsta húsinu við Fjósakamb, sem fluttu inn í hús sitt haustið 1992 og hafa enn ekki fengið malbik að lóðarmörkum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.