Framkvæmdaáætlun í barnavernd fyrir árin 2008 – 2010 hefur verið staðfest í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Í áætluninni kemur m.a. fram að lögð verði áhersla á sveigjanlega þjónustu og að hún skuli miðast við þörf, stuðla að auknum lífsgæðum og velferð íbúa svæðisins.
Forvarnir skipa einnig stóran sess í áætluninni og er með þeim stefnt að því að minnka þörfina fyrir sértækum úrræðum og þar að auki að styrkja einstaklinga til sjálfshjálpar.
Öll þjónusta Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs við barnafjölskyldur skal vera markviss og fagleg, og hefur nefndin sett sér sem markmið að gæta þess að starfsmenn hennar hafi viðeigandi menntun.
Framkvæmdaáætlunin er 11 blaðsíður á lengd þar sem að þær stefnur og þau markmið sem félagsmálanefndin hefur sett sér innan barnaverndar koma fram ásamt þeim leiðum sem unnið verður út frá.
Framkvæmdaáætlunin er gerð í samræmi við barnaverndarlög þar sem segir að fyrir hvert kjörtímabil skuli sveitastjórnir marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlanir á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins.
Það voru Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs og smeiginleg félagsmálanefnd Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Vopnafjarðarhrepps sem unnu framkvæmdaáætlunina.