Framkvæmda- og þjónustufulltrúi ráðinn

Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Úlfar Trausta Þórðarson, byggingafræðing, um starf framkvæmda- og þjónustufulltrúa Fljótsdalshéraðs. Starfið, sem auglýst var fyrir nokkru til umsóknar, er ný deildastjórastaða í stjórnsýslunni sem varð til með samruna starfi fasteigna- og þjónustufulltrúa og umhverfis- og héraðsfulltrúa.

Úlfar Trausti er fæddur árið 1972 og er m.a. menntaður húsasmiður frá VMA , iðnhönnuður frá Iðnskóla Hafnarfjarðar og útskrifaður af frumgreinadeild Tækniskóla Íslands auk þess að vera menntaður byggingafræðingur með BSc-gráðu frá Vitus Bering í Danmörku. Sérsvið Úlfars Trausta er framkvæmdaeftirlit og brunahönnun. Hann hefur starfað hjá Mannviti undanfarin misseri. Úlfar Trausti mun koma til starfa frá og með 25. október.