Framhaldsskólanemar fá ferðastyrki

Fljótsdalshérað býður framhaldsskólanemum, sem hafa lögheimli í sveitarfélaginu, upp á ferðastyrki.

Skilyrði fyrir þeim er þó að nemendur þurfa að búa í meira en 10 km fjarlægð frá skóla. Þeir framhaldsskólanemar sem uppfylla þessi skilyrði geta sótt um námsjöfnunarframlag til sveitarfélagsins. Annars vegar eru styrkir með sérleyfisbílum vegna náms í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað og hinsvegar styrkir til þeirra sem stunda nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum eða Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Reglur um þessa styrki og umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu sveitarfélagsins og á skrifstofu þess. Umsóknarfrestur vegna haustannar rennur út 30. nóvember.