Framhaldsársfundur Austurbrúar boðaður

Framhaldsársfundur Austurbrúar ses. verður haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, þann 30. september kl. 15 og er öllum opinn.
Dagskrá er samkvæmt 7. grein skipulagsskrár sem finna má á heimasíðu Austurbrúar, austurbru.is. Á dagskrá fundarins eru liðir 4 til 8.

Fulltrúar í fulltrúaráði fara með atkvæðisrétt á ársfundi en aðrir fundarmenn hafa málfrelsi og tillögurétt að undanskildum tillögurétti til stjórnarkjörs.