Fræðslunefnd heimsækir skólastofnanir

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs heimsækir um þessar mundir allar þær stofnanir sem undir starfsemi nefndarinnar falla, en það eru grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar sveitarfélagsins.

Með þessum heimsóknum gefst nefndarmönnum tækifæri til að fá enn betri mynd af starfsemi stofnananna og aðstöðu þeirra hverrar og einnar, en kynning og umfjöllun á fundum getur gefið.

Í heimsóknunum er öll aðstaða, bæði utandyra og innan skoðuð hjá hverjum skóla fyrir sig. Jafnframt er lögð áhersla á að vera í þeim á meðan starfsemi fer fram til að fá eins lifandi mynd af starfi þeirra og hægt er. Nefndarmenn fá síðan tækifæri til að spjalla við stjórnendur og starfsmenn um starfsemina og það sem brennur á mönnum á hverjum stað.

Nefndin hefur lokið við að heimsækja stofnanir á Hallormsstað og í Brúarási auk tónlistarskólans í Fellabæ og Fellaskóla. Framundan eru heimsóknir í leikskólana á Egilsstöðum og í Fellabæ, Grunnskólann Egilsstöðum og Eiðum og Tónlistarskólann á Egilsstöðum.

Á myndinn má sjá fulltrúa í fræðslunefnd skoða aðstöðu á skólalóðinni við Fellaskóla.