Fræðslufundur fyrir foreldra

Í dag, mánudaginn 17. október, heldur Nanna Kristín Christiansen fræðslufund fyrir foreldra í grunnskólum Fljótsdalshéraðs. Fundurinn verður í Egilsstaðaskóla og stendur frá kl. 16.30-18. Í erindinu leggur hún áherslu á mikilvægi foreldra í velferð barna sinna og benda á hvernig þeir geti stutt börn sín og bekkja-/skólabraginn og þannig haft jákvæð áhrif á skólastarfið.

Nánari upplýsingar um höfundinn og bókina Skóli og skólaforeldrar - ný sýn á samstarfið um nemandann má finna á þessari slóð http://skolaforeldrar.com/ .

Upplýsingar af vef Fellaskóla.