Frábær árangur fimleikadeildar Hattar

Um þar síðustu helgi fór fram eitt stærsta mót ársins í hópfimleikum barna og unglinga. Mótið var haldið á Selfossi en fimleikadeild Hattar sendi 51 keppendur á mótið sem kepptu í 3 flokkum. Keppendur stóðu sig vel og hrepptu fjölmörg verðlaun.

Sex efstu liðin á mótinu fengu keppnisrétt á íslandsmeistaramóti sem fram fer helgina 18.-19. apríl. Þessi sömu lið munu svo færast upp í Meistaradeild og keppa eftir team gym reglum. Á team gym mótum hafa liðin möguleika á að keppa um sæti á Norðurlandamóti og Evrópumóti.
 
Þrír hópar kepptu í barnaflokki sem eru börn á aldrinum 9-12 ára. Um er að ræða tvö stúlknalið T1 og T2. Besti árangur hópsins T1 voru æfingar á dýnu en þær náðu 7. sæti fyrir þær æfingar og hópurinn T2 náði 7. sæti í gólfæfingum. Einn drengjahópur keppti fyrir hönd Hattar og var þetta eini drengjahópurinn á mótinu og stóð hann sig mjög vel.
 
fimleikar_2Í aldri 12-15 ára var Höttur með tvö lið, blandað lið og hópinn T5. Í blandaða liðinu voru 2 drengir í liðinu ásamt stúlkum. Þeim gekk mjög vel og þeirra besti árangur var 8.sæti í gólfæfingum. Hópurinn T5 stóð sig einnig sérstaklega vel og vann frækilegan sigur. Þessi hópur varð í 1.sæti á dýnu og trampólíni, hópurinn lenti í 2 sæti í gólfæfingum og í samanlagðri einkunn urðu þær í fyrsta sæti og því unglingameistarar í sínum aldurshópi. 
 
fimleikar_3Elsti hópurinn á mótinu sem samanstendur af stúlkum 15-18 ára (T6), urðu unglingameistarar á dýnu, náðu 2. sæti á trampólíni og í samanlagðri einkunn urðu þær í 4 sæti. Í haust unnu þessar sömu stúlkur til bronsverðlauna í samanlagðri einkunn á Haustmóti FSÍ en á mótinu um helgina voru fleiri lið að keppa og því sterkara mót.

 
Hóparnir T5 og T6 náðu þeim frábæra árangri að komast inn á íslandsmót þar sem 6 sterkustu lið landsins keppa um íslandsmeistaratitilinn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort þessi lið koma til með að taka þátt í því móti þar sem liðin þurfa að keppa þá í Team reglum á næsta ári og hafa tækifæri á að vinna sér inn keppnisrétt á stærri mót erlendis. Ástæðan fyrir þessu er aðstöðuleysi og skortur á áhöldum. Fimleikadeild Hattar þyrfti þá að fjárfesta í fleiri áhöldum þar sem aðstaðan býður ekki upp á að æfa samkvæmt þeim kröfum sem TeamGym reglurnar setja.