- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Rauðakrossdeildin á Héraði og Borgarfirði hefur unnið að verkefninu Föt sem framlag í nokkur ár. Verkefnið hefst á ný eftir sumarfrí í kvöld 1. október í klukkan 19.30 í húsnæði Rauða krossins, Miðási 1-5 á Egilsstöðum.
Föt sem framlag er verkefni þar sem unnið er að því að útbúa fatapakka fyrir ungabörn sem notaðir eru í hjálparstarf erlendis. Unnið er í höndunum,prjónað, saumað og gert við, flokkað og pakkað. Hægt er að finna hentug verkefni handa hverjum og einum bæði á staðnum og heima. Ef einhverjir vilja vera með en vinna fatnað heima hjá sér er hægt að ná í efni til þess hjá deildinni.
Hópurinn hittist fyrst í kvöld, þriðjudag, og leggur línur að vetrarstarfinu og svo hálfsmánaðarlega eftir það.
Á myndinni sem fylgir fréttinn má sjá nokkur teppi sem hafa verið gerð fyrir verkefnið.