Föt sem framlag í opnu húsi RKÍ á Héraði

Rauði krossinn verður með opið hús annan hvern þriðjudag í vetur, frá kl. 20.00 í húsnæði deildarinnar að Miðási 1-5, Egilsstöðum. Þar verður unnið að verkefninu „föt sem framlag", þar sem sjálfboðaliðar útbúa ungbarnapakka sem verða sendir til Malaví og Hvíta-Rússlands. Húsið verður opið í þessum tilgangi í fyrsta sinn 12. október, síðan 26. október, 9. nóvember, 23. nóvember og 7. desember. Ef þú getur og vilt losna við garnafganga eða gömlu ungbarnafötin, þá getur Rauði krossinn nýtt þau.

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rauða krossins í síma 863 3616.