Föt sem framlag – á Egilsstöðum

Rauði kross Íslands stendur fyrir verkefni þar sem útbúnir eru pakkar fyrir ungbörn í Hvíta-Rússlandi og Malaví.

Vinnan á Egilsstöðum hefst aftur eftir jólafrí þriðjudaginn 17. janúar kl. 19.30, að Miðási 1-5, og hittst verður aðra hverja viku eftir það.

Allir eru velkomnir, það er ekki nauðsynlegt að kunna að prjóna eða sauma, nóg er að gera í pökkun og flokkun.

Einnig er hægt að koma og sækja sér frítt garn á skrifstofu Rauða krossins, til að prjóna fyrir verkefnið heima við.