Föt sem framlag

Fataverkefni Rauða krossins hefst aftur þriðjudaginn 29 janúar kl. 19.30, í húsnæði deildarinnar að  Miðás 1-5.

Í verkefninu eru útbúnir fatapakkar sem eru nýttir í hjálparstarfi handa börnum erlendis.

Ef einhverjir vilja taka þátt en vinna fatnað heima hjá sér er hægt að sækja sér efni til þess hjá deildinni.

Einnig þarf hendur í að flokka, þvo, gera við og pakka, þannig að allir geta verið með.

Hittst er annan hvern þriðjudag.