Forstöðumannaskipti á Héraðsskjalasafni

Bára Stefánsdóttir tók við starfi forstöðumanns hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga á Egilsstöðum þann 1. maí. Hún er bókasafns- og upplýsingafræðingur að mennt, hefur auk þess kennsluréttindi og stundar MA-námi í hagnýtri menningarmiðlum við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Bára vann áður í Borgarholtsskóla þar sem hún veitti bókasafninu forstöðu auk þess að vera vefstjóri skólans.

Hrafnkell Lárusson, fráfarandi héraðsskjalavörður, hóf störf sem verkefnisstjóri hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Austurlandi auk þess að vera í doktorsnámi við sama skóla. Hrafnkell var héraðsskjalavörður frá 2008.