Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Laus er til umsóknar staða forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. 

Hlutverk menningarmiðstöðvarinnar er að bjóða upp á og efla lista- og menningarstarf á Fljótsdalshéraði.

Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri menningarmiðstöðvarinnar. Helstu verkefni eru;
• skipulagning dagskrár og viðburða menningarmiðstöðvarinnar,
• samstarf við aðrar menningarmiðstöðvar, félög, stofnanir og einstaklinga sem vinna að málefnum lista og menningar,
• styrkumsóknir, alþjóðleg tengsl og verkefni,
• starfa með skólum á Austurlandi og veita ráðgjöf, fræðslu og upplýsingar m.a. varðandi sviðslistir,
• hafa samstarf við sviðslistastofnanir sem og aðrar menningarstofnanir á landsvísu,
• hafa umsjón með Sláturhúsinu – menningarmiðstöð.

Hæfniskröfur: Reynsla á sviði menningarstjórnunar og þekking og reynsla af menningarmálum almennt mikilvæg, þekking á sviðslistum æskileg, færni í mannlegum samskiptum, forystu- og skipulagshæfileikar,

Starfið getur hentað jafnt konum sem körlum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Fosa og LN.

Æskilegt er að forstöðumaður hefji störf 1. júní 2015.

Allar frekari upplýsingar veitir Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi, í síma 860 2905 eða á netfanginu odinn@egilsstadir.is.

Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2015.

Umsóknir berist á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið odinn@egilsstadir.is.