Foreldravika í tónlistarskólanum á Egilsstöðum

Starf í tónlistarskólum Fljótsdalshéraðs er komið á fullt skrið. Þannig er foreldravika haldin í Tónlistarskóla Austur-Héraðs, vikuna 24.-28. september. Þessa daga eru foreldrar hvattir eindregið til að mæta með börnum sínum í tíma í skólann.

Vill skólinn með þessu auka tengsl foreldra og skóla auk þess sem reynslan hefur sýnt að fátt hvetur nemendur meira en áhugi foreldra á því sem þeir eru að fást við. Þá hafa kennarar einnig mikinn áhuga á að hitta foreldra og fræða þá um það nám og þær kröfur sem þeir gera til nemenda sinna. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta með börnum sínum þessa daga.