Þann 19. maí er fyrirhuguð útskrift í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þetta er því hátíðisdagur hjá stúdentum og fjölskyldum þeirra og í bæinn koma aðstandendur og gestir þeirra sem búsettir eru utan sveitarfélagsins.
Á þessum degi minnast eldri nemendur einnig veru sinnar í skólanum. Skólar hvers sveitarfélags eru þeirra mikilvægustu stofnanir. Menntaskólinn einnig, enda árin sem menn eru þar einna mestu mótunarár hvers einstaklings. Við lok skólagöngu í menntaskóla verða einnig oftast ákveðin skil í lífinu, menn eru orðnir fullorðnir og halda af stað út í lífið sem sjálfstæðir einstaklingar.
Útskrift úr Menntaskólanum á Egilsstöðum er því tilefni sem vert er að gefa gaum og vekja athygli á með áberandi hætti.
Það er skemmtileg venja, sem þarf að efla og festa í sessi, að bæjarbúar flaggi á útskriftardeginum og séu búnir að fara í mestu vorhreingerninguna á lóðum sínum og nærsvæði fyrir þennan dag.
Setjum hátíðasvip á bæinn og fögnum með stúdentunum og þeirra fólki.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.