Flugslysaæfing, vantar þátttakendur

Haldin verður flugslysaæfing, á vegum Flugstoða, á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 12. september. Æfingin verður umfangsmikil og krefst mikils mannafla. Því er leitað eftir sjálfboðaliðum til að leika sjúklinga, aðstandendur sjúklinga og einnig fólki til að taka þátt í förðun sjúklinga. Leikarar þurfa að vera 14 ára og eldri. Allir þátttakendur munu leika mismikið slasað fólk og aðstandendur.

Æfingin sjálf stendur frá 12:00 - 16:00 en gera má ráð fyrir að mæta þurfi um morguninn til undirbúnings. Léttar veitingar og afþreying verða á boðstólnum allan daginn í Sláturhúsinu þar sem undirbúningur fer fram (formúlan, Pool, wii tölva, playstation ofl). Eftir æfingu verður boðið í pizzu og sund.

Þetta verður ekki erfitt, segja aðstandendur æfingarinnar, en það verður mikið að gera og alveg ný reynsla og þetta er samfélagsverkefni sem varðar alla.

Þeir sem hafa áhuga á þátttöku og eða vantar frekari upplýsingar geta hringt í Halldór Warén í síma 894 7282.