Flug hafið milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar

Í morgun, hófst reglulegt flug Iceland Express milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar. Um fimmtíu farþegar komu með flugvélinni erlendis frá, sem lenti upp úr klukkan átta. En rúmlega eitthundrað manns flugu með henni út. 

Iceland Express mun í sumar fljúga tvisvar í viku á milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar, á föstudögum og þriðjudögum. Fram kemur á fréttavef Austurgluggans, að góð ásókn sé í fyrstu flugin og uppselt sé í fyrstu sex föstudagsflugin frá Egilsstöðum.