Í byrjun september barst Fljótsdalshéraði, ásamt um 20 öðrum sveitarfélögum, bréf frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Þar voru sveitarfélögin beðin um upplýsingar um aðgerðir varðandi hagræðingu í rekstri og ýmislegt annað sem fjármálin varðar. Einnig var í framhaldinu óskað eftir fundum með fulltrúum sveitarfélaganna, til að fara betur með þeim yfir svörin og stöðuna almennt. Fljótsdalshérað sendi nefndinni svarbréf sitt þann 23. september sl. og má sjá það á heimasíðu sveitarfélagsins eða
hér.
Fulltrúar sveitarfélagsins munu síðar funda með eftirlitsnefndinni, kynna stöðuna frekar og fara yfir rammaáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun Fljótsdalshéraðs. Eftir hrunið 2008 hefur ríkisvaldið og eftirlitsnefndin verið í mun að vera í meira samband við sveitarfélögin í landinu og þurfa þau nú m.a. að senda inn ársfjórðungslega upplýsingar úr fjárhaldsbókhaldi sínu til Hagstofunnar, auk annarra staðlaðra upplýsinga.