Líkt og undanfarin ár sendir Fljótsdalshérað Runavik,vinabæ sínum í Færeyjum, jólatré að gjöf nú fyrir jólin. Runavik varð vinabær Egilsstaðahrepps upp úr 1990 og fljótt upp úr því var fyrsta jólatréð sent út, sem gjöf frá Egilsstaðahreppi.Sú hefð hefur haldist síðan. Í ár var tréð um fimm metra hár fjallaþinur úr Hallormsstaðaskógi. Líkt og áður gefur Samskip flutninginn á trénu frá Egilsstöðum til Færeyja.