Í tilefni þess að nú eru 100 ár frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi hefur bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkt að starfsfólki sveitarfélagsins verði gefið frí eftir hádegi 19. júní. Stofnanir sveitarfélagsins verða þá lokaðar frá hádegi en þó er tryggt að þjónusta er varðar öryggi og neyðarþjónustu verði veitt.
Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum verður hins vegar opin til kl. 18.00 þennan dag, en ekki til kl. 21.30 eins og venjulega.
Í nóvember næstkomandi er á vegum sveitarfélagsins fyrirhugað að halda málþing sem ber heitið Konur í stjórnmálum áhugamál eða alvara. Sérstakur starfshópur vinnur að undirbúningi þess og er málþingið liður í því að fjalla um stöðu kvenna í stjórnmálum og um leið að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem þær hlutu fyrir 100 árum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.