- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Sveitarfélögin Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð ákváðu með formlegum samstarfssamningi í desember árið 2012 að vinna saman að því að tryggja svæðinu að vera starfssvæði vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Í tengslum við verkefnið létu sveitarfélögin gera sérstakt myndband til að kynna sveitarfélögin sem þjónustumiðstöð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu til að sýna á fundum með fulltrúum olíuleitarfélaganna. Nú hefur Eykon Energy ákveðið að Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað verði starfssvæði landþjónustu vegna fyrirhugaðrar olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Hér má sjá umrætt myndband.