Næstkomandi föstudagskvöld keppa fulltrúar Fljótsdalshéraðs við fulltrúa Álftaness í þættinum Útsvari, sem er spurningakeppni Sjónvarpsins milli stærstu sveitarfélaganna í landinu.
Þar munu keppa fyrir hönd Fljótsdalshéraðs þau Þorsteinn Bergsson bóndi Unaósi, Urður V. Snædal háskólanemi frá Skjöldólfsstöðum og Þorbjörn Rúnarsson áfangastjóri ME Egilsstöðum.
Heimafólk, Héraðsbúar og velunnarar á Reykjavíkursvæðinu eru hvattir til að mæta í sjónvarpssal, styðja við okkar lið og skapa góða stemningu í salnum. Hægt er að skrá sig til þátttöku á www.ruv.is/utsvar á þar til gerðu skráningarformi, eða hafa samband við
Lovísu Árnadóttir í síma 698-7568 eða með tölvupósti á netfangið lovisaa@ruv.is
Keppendum Fljótsdalshéraðs er óskað góðs gengis í harðsnúinni keppni.