- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs miðvikudaginn 2. nóvember 2011 og var henni vísað til seinni umræðu sem verður þann 14. nóvember næstkomandi. Jafnframt er lögð fram 3ja ára áætlun fyrir árin 2013 2015.
Helstu viðmið fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs eru:
Jafnvægi skal vera á milli samanlagðra rekstartekna og gjalda A- og B-hluta á hverju þriggja ára tímabili.Inni í skuldbindingum sveitarfélagsins eru kaup á fasteignum ríkisins vegna málefna fatlaðra að fjárhæð 122 millj. kr. sem væntanlega verður gengið frá á árinu 2011 og síðan er í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir að farið verði af stað með byggingu á hjúkrunarheimili og verði á árunum 2012 og 2013 varið 1.000 millj. kr. til þess verkefnis. Í báðum þessum verkefnum koma framlög á móti frá ríkisvaldinu á næstu árum til að mæta stofnkostnaði.
Bygging hjúkrunarheimilisins er löngu orðin tímabær og vonir standa til þess að hægt verði að koma verkefninu í formlegan farveg fljótlega á næsta ári og búa öldruðum þar með þá umgjörð sem þeim ber og efla í leiðinni atvinnustigið á svæðinu og rekstur HSA.
Skuldbindingar án HEF (veitustofnanir) nema 228% af heildartekjum í árslok 2012 og verða komnar í 208% í árslok 2015.
Nánari upplýsingar veitir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri