- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarráðs 15. desember var lögð fram lokaniðurstaða PricewaterhouseCoopers (PWC) vegna jafnlaunakönnunar (könnunar á kynbundnum launamun) sem fyrirtækið vann fyrir Fljótsdalshérað. Áður var búið að kynna frumskýrsluna, en síðan hefur PWC unnið að loka- frágangi og afstemmingum. Sú vinna leiddi þó ekki til neinna marktækra breytinga á niðurstöðum.
Samkvæmt niðurstöðu jafnlaunaúttektarinnar eru grunnlaun kvenna hjá Fljótsdalshéraði 1,5% hærri en grunnlaun karla, en heildarlaun karla eru 1,9% hærri en heildarlaun kvenna. Þessi launamunur er innan allra skekkjumarka að mati skýrsluhöfunda og sjaldgæft að svona lítill munur komi fram á launum strax við fyrstu úttekt.
Í kjölfar þessarar niðurstöðu hefur PWC því veitt Fljótsdalshéraði gullmerki fyrirtækisins sem vott um mjög góðan árangur hvað varðar launajöfnuð kvenna og karla.
Bæjarráð fagnar niðurstöðu könnunarinnar sem staðfestir fyrri óformlegar launagreiningar sem gerðar hafa verið.