- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs með umsóknarfresti til og með 18. desember 2015. Annars vegar er um að ræða verkefnastyrki og hins vegar styrki til almennrar liststarfsemi. Umsækjendur verða að tengjast Fljótsdalshéraði með búsetu, eða með því að viðburðurinn fari fram á Fljótsdalshéraði eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi á Fljótsdalshéraði.
Umsækjendur er hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun menningarstyrkja Fljótsdalshéraðs á heimasíðu sveitarfélagsins.. Þar má jafnframt sækja umsóknareyðublað.
Umsóknir sendist til:
Fljótsdalshérað
Menningarstyrkir
Lyngási 12
700 Egilsstaðir
eða á netfangið fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is