Flest eins árs börn í leikskóla í haust

Rúmlega 70 börn voru á biðlista um leikskóla í lok apríl. Þar af voru börn fædd árið 2006 um 40 talsins. Með tilkomu nýrrar deildar við leikskólann Skógarland sem tekin verður í notkun í september n.k. er útlit fyrir að flest börn af biðlistanum komist í leikskóla nú í haust.

Nú þegar hafa verið send út bréf til foreldra þar sem þeir eru beðnir um að staðfesta leikskólagöngu barna sinna.