Í dag eru 40 ár liðin frá vígslu Egilsstaðakirkju. Tímamótunum verður fagnað með afmælistónleikum Kammerkórs Egilsstaðakirkju sem haldnir verða á fimmtudag og með sérstakri hátíðarmessu sem fram fer á sunndag.
Egilsstaðakirkja, sem teiknuð var af Hilmari Ólafssyni arkitekt, var vígð þann 16. janúar árið 1974. Fram að því hafði helgihald á Egilsstöðum farið fram í grunnskólanum auk þess sem messað var í kirkjunni í Vallanesi, en Egilsstaðir tilheyrðu Vallanessprestakalli allt fram til ársins 2011 þegar Egilsstaðaprestakall varð til.
Haldið verður upp á afmælið með tónleikum sem fram fara í kirkjunni fimmtudaginn 19. júní og hefjast kl. 20:00. Kammerkór kirkjunnar mun þar flytja ýmis verk undir stjórn Torvald Gjerde og Bjarmi Hreinsson leikur á píanó.
Sunnudaginn 22. júní kl. 14:00 verður síðan hátíðarmessa í kirkjunni. Þar munu prestar Egilsstaðaprestakalls, séra Jóhanna I. Sigmarsdóttir sóknarprestur og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, ásamt sr. Davíð Baldurssyni prófasti í Austurlandsprófastdæmi, þjóna fyrir altari. Frú Agnes Sigurðardóttir biskup mun predika. Sérstakur heiðursgestur verður sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, en hann þjónaði Egilsstaðakirkju allt frá árinu 1976 þar til hann lét af störfum árið 2010.
Að messu lokinni verður boðið upp á messukaffi í safnaðarheimilinu þar sem farið verður yfir sögu kirkjunnar. Allir eru velkomnir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.