Mikill fjöldi teikninga barst í keppnina en tíu nemendur fengu viðurkenningu fyrir teikningar sínar. Nemendur í grunnskólum Fljótsdalshéraðs létu ekki sitt eftir liggja og tóku þátt í samkeppninni. Útkoman varð með stakri prýði því Bjarney Björt Björnsdóttir og Þuríður Nótt Björgvinsdóttir í Fellaskóla hlutu verðlaun fyrir myndir sínar. Þær fengu ásamt átta öðrum jafnöldrum sínum 25 þúsund krónur í verðlaun, peningarnir eiga að renna í bekkjarsjóð samkvæmt tilmælum MS.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra var formaður dómnefndar en aðrir fulltrúar í dómnefnd starfa hjá MS. Með keppninni vill Mjólkursamsalan vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna.
Mjólkursamsölunni barst mikill fjöldi mynda frá 4. bekkingum í grunnskólum landsins. Erfitt þótti að velja milli myndanna enda mikið af góðum teikningum sem bárust keppninni. Teikningarnar verða notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins 2008 og eru aðgengilegar á vef Skólamjólkur - www.skolamjolk.is
Mynd: Teikning Bjarneyjar Bjartar Björnsdóttur af skjöldóttum mjólkurkúm hlaut verðlaun.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.