Þjóðhátíðardagur Íslendinga er framundan á þriðjudaginn 17. júní. Að venju er vegleg þjóðhátíðardagskrá á Fljótsdalshéraði. Hátíðarhöldin eru glæsileg í ár, og er í raun hin eina sanna hátið fjölskyldunnar.
Veg og vanda skipulagi í ár hefur fimleikadeild Hattar, sem hefur fengið frábært fólk í lið með sér til að gera daginn sem glæsilegastan. Ekki má gleyma því að mörg góð fyrirtæki leggja hátíðinni lið, og taka þátt í að gera hana eins glæsilega og raun ber vitni.
Um morguninn hefst dagskráin í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum með geimferðalagi kl. 10:15 og klukkustund síðar hefst dagskrá á vegum yngstu kynslóðarinnar.
Hin hefðbundna dagskrá hefst að venju með hátíðarguðþjónustu í Egilsstaðakirkju. Að henni lokinni kl. 13:30 verður farið fylgtu liði í skrúðgöngu í Tjarnargarðinn þar sem þjóðhátíðardagskráin fer fram.