Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í ársbyrjun að í tilefni 70 ára afmæli Egilsstaðakauptúns verði heimilum í sveitarfélaginu gefinn fjölnota burðarpoki. Gjöfin er hluti af markmiði sveitarfélagsins að verða plastpokalaust sveitarfélag.
Pokarnir skarta merki sveitarfélagsins öðru megin og merki Heilsueflandi samfélags hinum megin og eru hinir glæsilegustu. Þeim verður dreift af Póstinum og ættu að berast inn á öll heimili fyrir miðjan desember.
Vonast er til að pokunum verði vel tekið, þeir komi að góðum notum og komi til með að sjást á ferð með eigendum sínum sem víðast.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.