Fjölnota burðarpokar að gjöf í desember

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í ársbyrjun að í tilefni 70 ára afmæli Egilsstaðakauptúns verði heimilum í sveitarfélaginu gefinn fjölnota burðarpoki. Gjöfin er hluti af markmiði sveitarfélagsins að verða plastpokalaust sveitarfélag.

Pokarnir skarta merki sveitarfélagsins öðru megin og merki Heilsueflandi samfélags hinum megin og eru hinir glæsilegustu. Þeim  verður dreift af Póstinum og ættu að berast inn á öll heimili fyrir miðjan desember.

Vonast er til að pokunum verði vel tekið, þeir komi að góðum notum og komi til með að sjást á ferð með eigendum sínum sem víðast.