- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Landssambandsfundur Soroptimista var haldinn á Egilsstöðum um helgina. 140 konur mættu á fundinn þar af 110 sem komu á föstudag með flugi að sunnan eða akandi í vondri færð frá Norðurlandi.
Móttaka í boði bæjarstjórnar var haldinn í Níunni á föstudagskvöld en landssambandsfundurinn sjálfur var haldinn í Grunnskóla Egilsstaða á laugardaginn. Í upphafi fundar léku nemendur úr tónskóla Egilsstaða nokkur lög og fundinum lauk með því að forstjóri Fjarðaáls, Janne Sigurðsson, kom og hélt bráðskemmtilegt erindi.
Um kvöldið var hátíðakvöldverður í íþróttahúsinu á Hallormsstað með góðum mat að hætti Þráins og heimatilbúnum skemmtiatriðum Soroptimistasystra.
Á sunnudagsmorgni í blíðskaparveðri fór um 70 kvenna hópur í gönguferð um bæinn undir góðri leiðsögn sem lauk á Gistihúsinu á Egilsstöðum.