Fjölmenni kom að Samfélagsdeginum

Samfélagsdagurinn á Fljótsdalshéraði – hrein upplifun, laugardaginn 26. maí, tókst í alla staði vonum framar. Veðurblíðan var einstök og rúmlega 300 íbúar sveitarfélagsins undu sér vel við hin fjölbreyttu verkefni sem unnin voru á 30 stöðum víðs vegar um Héraðið.

Ýmis konar verkefni voru unnin í Hjaltalundi, Tungubúð, við Áskirkju, við Hádegishöfða, Valgerðarstöðum, við Eyvindarárbrú, í Eyjólfsstaðaskógi, á Vilhjálms- og Fellavelli, við Egilsstaðakirkju og við Gálgaklett, við Tjarnarbrautina og í Lómatjarnargarði,við Minjasafnið og í Skjólgarði, við Kaupvang og á KHB-plani, við Sláturhúsið og í Selskógi á þremur stöðum, við Fagradalsbraut á tveimur stöðum, við Lyngásinn á tveimur stöðum, við Hlymsdali og Miðvang á þremur stöðum og Tjarnarási á tveimur stöðum.

Nokkur verkefni kláruðust ekki en þeim verður lokið á næstu dögum.

Hér má finna upplýsingar um verkefnin og myndir frá Samfélagsdeginum.