Fjölbreytt dagskrá á Þjóðhátíðardegi

Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur 17. júní á Héraði með fjölbreyttri dagskrá frá morgni og fram eftir degi. Barna- og hátíðardagskráin fer fram í Tjarnargarðinum og skrúðganga fer frá Egilsstaðakirkju. Þá verður opnað ljóðaverkefni til heiðurs Hákoni Aðalsteinssyni, listsýning fjögurra kvenna verður opnuð í Sláturhúsinu og myndlistarfélagið verður með sýningu í flugstöðinni.

11.00 Barnadagskrá í Tjarnargarði í boði Tannlæknastofu Austurlands
• Söngatriði
• Barnaleikritið Rauðhetta og úlfurinn
• Atriði frá Kirkjumiðstöðinni á Eiðum

12.00 Fjölskyldan saman - Tjarnargarður
• Andlitsmálning í boði Klassík og G. Ármannsson
• Blöðrusala mfl. kvenna
• Fjölskyldan borðar saman. Drykkur í boði Vífilfells og pylsa á kr. 200

13.00 Legófjör í Tjarnargarðinum í boði Verkfræðistofu Austurlands
• Krakkar á aldrinum 5-12 ára skila inn verkum úr legókubbum,
• þemað er bílar framtíðarinnar
• Móttaka verka við sviðið í Tjarnargarðinum í fylgd foreldra
• Viðurkenning fyrir 3 áhugaverðustu verkin í hátíðardagskrá
• Verkin verða til sýnis þennan dag við sviðið

13.30 Skátamessa - Egilsstaðakirkja

14.00 Skrúðganga / íslenski fáninn, blöðrur og búningar

14.30 Hátíðardagskrá - Tjarnargarður
• Tónlistaratriði
• Hátíðarræða
• Fjallkonan
• Grease
• Árleg viðurkenning Rótary
• Söngatriði
• Húslestur
• Úrslit í legosamkeppni Verkfræðistofu Austurlands
• Fimleikasýning í boði Verkfræðistofunnar Eflu
• Tónleikar með hljómsveitunum Dalton og Elektra í boði Deloitte og fimleikadeildar Hattar

14.30 Fjör í Tjarnargarðinum
• Lukkuhús
• Bardagahringur í boði HEF
• Teygjubraut í boði Íslandsbanka
• Bláheimar í boði Vís
• Fílakastali í boði Miðáss
• Kalli kanína í boði Regula
• Leikjasvæði í umsjá Fimleikadeildar Hattar
• Fóðurblandan býður á hestbak í umsjá æskulýðsnefndar Freyfaxa
• Sjoppusala Fimleikadeildar Hattar, Candy floss / popp

15.30 Sverðasmiðja í boði Húsasmiðjunnar (muna að koma með hamar) - Tjarnargarður
• Alda Jónsdóttir íþróttafræðingur sýnir rétt handbrögð í skylmingum

15.30 Hátíðarkaffihlaðborð á Hótel Héraði

15.30 Formleg opnun á Ljóðabænum Egilsstöðum í Minjasafni Austurlands
og ljóðaverkefni til heiðurs Hákoni Aðalsteinssyni, snertisafnið og fl.

16.00 Gönguferð frá Minjasafninu í gegnum bæinn þar sem vísur Hákonar verða kveðnar á leiðinni í Sláturhúsið

16.30 Hátíðleg opnun á listsýningunni 4KONUR í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
• Sjöfn, Halla, Krilla og Susan verða allar á staðnum og taka á móti gestum. Léttar veitingar

17.00 Opnun málverkasýningar Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs í flugstöðinni Egilsstöðum

Kynnir dagskrár er Sigrún Blöndal


Að kvöldi 16. júní er haldinn dansleikur í Valaskjálf þar sem Dalton og Elektra leika.