Nóg er um að vera á austursvæði þjóðgarðsins í sumar. Í Snæfellsstofu eru daglegar barnastundir klukkan 14 fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Farið er út þar sem nágrennið og náttúran er rannsökuð.
Í sumar fram að 12. ágúst verður boðið upp á daglegar göngur kl. 9 að Litlanesfossi í Hengifossá. Hist er á bílastæðinu við Hengifoss. Ennig er hægt að fara í göngu alla daga nema þriðjudag með landverði að rústum bæjar útilegumanna í Hvannalindum klukkan 13 og landvörður í Snæfellsskála býður upp á kvöldrölt klukkan 20 á Vestari-Sauðahnúk.
Á morgun laugardaginn, 27. júlí verður ganga með landverði í Hvannalindum. Gengið verður að Kreppuþröng og þaðan á Kreppuhrygg. Farið verður til baka meðfram hraunjaðrinum á bökkum Lindaár. Gangan endar við rústir bæjar útilegumanna í Lindahrauni. Mæting á bílaplaninu í Hvannalindum kl. 13.00. Þess má geta að það tekur tæpa tvo klukkutíma að keyra í Hvannalindir úr Möðrudal. Gangan tekur um fjóra tíma.
Miðvikudaginn 31. júlí á alþjóðadegi landvarða er áhugasömum boðið upp á að kynnast störfum landvarða. Mæting er klukkan 13 við Hengifoss og dagskráin tekur um þrjá tíma.
Þá verður gengið Á refilstigum frá Snæfellsskála um byggðir útilegumanna í Þjófadölum undir Snæfelli og nágrenni laugardagana 3. og 10. ágúst. Mæting er við Snæfellsskála klukkan 10. Gangan tekur fimm tíma og og minnt er á að það tekur a.m.k. hálfan annan tíma að keyra frá Egilsstöðum í Snæfell.
Hægt er að fylgjast með viðburðum og fá nánari upplýsingar á heimasíðu þjóðgarðsins www.vjp.is og facebooksíðu. Fyrir frekari upplýsingar varðandi göngur og tímasetningar er hægt að hafa samband við starfsfólk Snæfellsstofu eða landverði.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.